Mar 30, 2022

Horses of Iceland og ríkið semja til fjögurra ára

Aðstandendur markaðsverkefnis íslenska hestsins, Horses of Iceland, hafa samið við ríkið um fjármögnun þess til næstu fjögurra ára, eða út árið 2025. Samningsaðilar skrifuðu undir samninginn á skrifstofu ráðherra þann 25. mars.

Aðstandendur markaðsverkefnis íslenska hestsins, Horses of Iceland, hafa samið við ríkið um fjármögnun þess til næstu fjögurra ára, eða út árið 2025. Samningsaðilar skrifuðu undir samninginn á skrifstofu ráðherra þann 25. mars.

Að verkefninu standa helstu samtök og hagsmunaaðilar í greininni, Íslandsstofa og stjórnvöld. Markmiðið er að byggja upp orðspor íslenska hestsins til að leggja grunn að auknum gjaldeyristekjum af sölu á hestinum, vörum og þjónustu. 

Aðilar samningsins sem staðfestu hann með undirskrift sinni voru: Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, Sveinn Steinarsson formaður Félags hrossabænda, Guðni Halldórsson formaður Landssambands hestamannafélaga, Hrafnhildur Helga Guðmundsdóttir fyrir hönd Félags tamningamanna og Pétur Óskarsson framkvæmdastjóri Íslandsstofu.

Horses of Iceland markaðsverkefnið er króna á móti krónu verkefni milli ríkisins og hestageirans, þar sem ríkið mun verja allt að 25 milljónum á ári. Þeim sem rækta íslenska hestinn, framleiða hestavörur eða selja þjónustu tengda hestinum býðst að taka þátt í verkefninu, sem og samtökum þessara aðila. Einnig geta þjónustuaðilar, birgjar, stofnanir eða félög gerst aðilar að verkefninu. Þátttakendur taka þátt í að móta áherslur og markaðsaðgerðir og eru kynntir á vefsíðu Horses of Iceland og á öðrum miðlun HOI.

Verkefninu var ýtt úr vör árið 2016 og því eru nú tímamót að fá nýjan  langtímasamning. Þetta er mikið tækifæri fyrir íslenska hestasamfélagið og er nú kallað eftir samstarfsaðilum úr greininni til að taka þátt í verkefninu og fjármögnun þess.

Jelena Ohm, verkefnastjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu:
„Það er mjög ánægjulegt að geta tryggt áframhaldandi markaðsstarf í þágu íslenska hestsins og hagsmunaaðila í greininni. Það hefur verið mikill stígandi í starfinu og aukinn áhugi á þessum knáa hesti. En það er enn starf að vinna og tækifæri til að sækja á nýja markaði.“

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra:
„Það er ljóst að það samhæfða markaðsstarf sem Horses of Iceland hefur staðið fyrir síðastliðin sex ár hefur borið árangur og því er það í senn ánægjulegt og mikilvægt að styðja við það áfram.“

Þeim sem hafa áhuga á þátttöku í verkefninu er bent á að hafa samband við Jelenu Ohm, verkefnisstjóra Horses of Iceland, 

jelena@islandsstofa.is

.

Texti: Hilda Karen Garðarsdóttir 

Horses of Iceland og ríkið semja til fjögurra ára

Child trying on Horses of Iceland's VR glasses at Sweden International Horses Show

Nov 19, 2024

Horses of Iceland and SIF collaborate at Sweden International Horse Show

Eva András giving a riding lesson to a child on an Icelandic horse

Oct 4, 2024

Fundraiser for riding scholarships in Romania

The scientists behind the study about the recovery time of Icelandic horses after a pace race pose for a photo with students, riders and other helpers for a group photo.

Sep 16, 2024

Study: Recovery time of Icelandic horses after a 250m pace race